Þrjár einfaldar cacao uppskriftir
Hér fyrir neðan deilum við með ykkur þremur einföldum uppskriftum að kakóbolla.
Ef þú ert að byrja að drekka kakó mælum við með því að byrja á t.d. 10-20g til að kynnast því. Hér getur þú lesið meira um hvað kakó er. Í kakóseremóníum er gjarnan notað 30-42g í hvern bolla.
Einfaldur kakóbolli
10-20g Cacao
80-150ml heitt vatn (ekki sjóðandi)
½-1tsk hunang eða 1 daðla (ef vill)
Kanill
Smá cayanne
Aðferð:
Blandið öllum innihaldsefnum saman í blandara, með freyðara eða skeið.
Kakó með maca
10-20g Cacao
80-150ml heitt vatn (ekki sjóðandi)
1tsk macaduft frá KakóGull
1-2tsk kókosolía
1msk kókosrjómi
1tsk hlynsíróp
Aðferð:
Blandið öllum innihaldsefnum saman í blandara, með freyðara eða skeið.
Rósakakó
15-20g Cacao
100-150ml rósate
1tsk macaduft frá KakóGull
1tsk hunang
Vanilla
Saltkorn
Aðferð:
Hitið vatnið og útbúið rósate. Við notumst oftar rósablöð í lausu og leyfum að standa í heitu vatni í 5-7 mínútur. Við sigtum svo vatnið frá og blöndum við hin innihaldsefnin í blandara, með freyðara eða skeið.