GJAFAHUGMYNDIR DESEMBER 2021

GJAFAHUGMYNDIR DESEMBER 2021

Nú nálgast jólin með hverjum deginum og margir í gjafaleit.
Í fyrra deildum við með ykkur nokkrum hugmyndum að gjöfum og gerum það sama í ár með fleiri og nýjum hugmyndum. 

100% Hreint & lífrænt kakó 

-:- Gjöf sem bókstaflega gleður og nærir -:-

Palo Santo incense reykelsi

Kakó í krukku

Ein kakóblokk getur nýst í nokkrar gjafir! 

Þú einfaldlega saxar kakóið niður og setur í fallega krukku eða ílát að eigin vali. Tilvalið er að skreyta krukkurnar/ílátin eða útbúa kort með fallegum skilaboðum og/eða uppskrift og upplýsingum um hvernig best sé að útbúa kakóið.

Langar þig að gefa einhverjum seremóníu kakó
sem hefur ekki áður smakkað?

Við mælum sérstaklega með Maya blöndunni okkar frá Gvatemala þar sem hún kemur í duftformi og nú þegar búið að blanda kryddum og sætu saman við. Einfalt og þægilegt!

Tilvalið er líka að bæta Palo Santo og/eða Salvíu við með krukkunni. 

Seremónía salvía sage

Maya blandan frá Gvatemala
ásamt litríkum poka

Í desember fylgir litríkur poki með Maya blöndunni frá Gvatemala
(á meðan birgðir endast).

Pokinn er 100% endurunninn af konum í Gvatemala úr handofnum pilsum þeirra. Pilsin eru úr þykkum litríkum efnum sem eru mismunandi eftir því frá hvaða svæðum í Gvatemala þau koma. Hver poki er einstakur og hver kaup hjálpa fjölskyldum í Gvatemala.

Guatemala cacao

Macaduft frá Andesfjöllunum í Perú

Maca rótin er algjör súperfæða og sérstaklega þekkt fyrir hafa kynörvandi eiginleika. Maca duftið okkar er hlaðið næringarefnum og frábær heilsuviðbót við daglegt matarræði. Þar sem maca duft inniheldur tiltölulega hátt prótínmagn og nauðsynleg steinefni hjálpar það til við uppbyggingu vöðva og andoxunareiginleikar þess vernda líkamann gegn sindurefnum.

Lífrænt Maca duft passar fullkomlega út í kakóið, þeytinginn eða í múslíið og hefur orkugefandi áhrif.  

Maca rótin á uppruna sinn í Andesfjöllunum í Perú og vex þar í yfir 3000m hæð yfir sjálvarmáli. Þrátt fyrir hrjóstrugt umhverfið er rótin full af endurnærandi næringarefnum og hefur verið talin algjör kraftaverka planta í Perú í hundruðir ára. Í Suður Ameríku er rótin borðuð hrá eða unnin í duft. Í Evrópu er aðallega boðið upp á Maca í duftformi. 

Maca powder root

Heimagert súkkulaði eða konfekt

Það þarf ekki að vera flókið að gera ljúffengt, hollt og nærandi súkkulaði handa sjálfum sér eða í gjöf. 

Einfaldasta aðferðin er að bræða súkkulaðimassann yfir vatnsbaði, setja í súkkulaði- eða konfektform að eigin vali og kæla í ísskáp eða frysti.

Ef þú vilt bæta við sætu þá mælum við með döðlusírópi, hunangi eða hlynsírópi. Svo er auðvitað hægt að blanda kryddum, hnetum, þurrkuðum ávöxtum eða hnetusmjöri við svo eitthvað sé nefnt. 

            heart cacao rose love            pure chocolate homemade diy

Kakó uppskrift

Gefðu kakó ásamt öðru sem þarf í uppskrift að ljúffengum kakóbolla, til dæmis þínum uppáhalds bolla.

Dæmi um það gæti verið daðla eða hunang, kanill, cayanne pipar, kardimommur, engifer, rósablöð, macaduft og haframjólk. Uppskriftin getur verið ykkar eigin hugmyndasmíð og ef ykkur vantar hugmyndir, endilega skoðið hjá okkur Instagram og blogg hér á KakóGull eða sendið okkur póst á: info.risenthrive@gmail.com 

Við lumum á ýmsum hugmyndum af dásemdar kakóbollum :-) 

Gjafabréf hjá KakóGull

Veistu ekki hvað þú átt að velja eða langar þig að leyfa þiggjanda að velja?

Við bjóðum upp á gjafabréf í vefversluninni okkar frá 2500kr og upp úr. Gildir upp í allar vörur. 

gift card gjafabréf

Afsláttarpakkar

Við bjóðum upp á TVO AFSLÁTTARPAKKA með nokkrum tegundum af kakó.

Frábær pakki ef þú vilt gefa nokkrum kakó eða prófa fleiri en eina tegund sem við mælum svo sannarlega með. Hver tegund hefur sína eiginleika og einstaka orku.

     ytuyg     afsláttarpakki cacao jól tilboð



Til baka