Skip to product information
1 of 6

Maya blanda, kryddað kakó frá Gvatemala - 453g

Maya blanda, kryddað kakó frá Gvatemala - 453g

Regular price kr7,950 ISK
Regular price Sale price kr7,950 ISK
Útsala Uppselt
Skattar innifaldir. Sendingarkostnaður reiknast við frágang á kaupum.

*FRÍTT að senda pantanir fyrir 19.500kr eða meira!*
Halda áfram að versla...

≈23 bollar 

Þessi einstaka Maya kakó blanda er búin til handa okkur eftir pöntun í litlum skömmtum og kemur til okkar aðeins nokkrum dögum eftir að hún er útbúin, beint frá Gvatemala.

Einstaklega ljúffeng og kraftmikil blanda sem dekrar við bragðlaukana. Sérstaklega þægileg ef þú ert að byrja að drekka seremóníukakó en blandan er í duftformi og búið að setja krydd og sætu saman við. Þú þarft aðeins að bæta vatni eða mjólk að eigin vali við, hita og njóta.  
Einnig mælum við með að prófa að blanda þessu kakói saman við t.d. kakóið frá Ekvador og/eða villta Bólivíu.

  • 100% hreint criollo kakó úr hægristuðum kakóbaunum frá Gvatemala, panela, Maya krydd, blóm & vanillubaunir

  • Handunnið í litlu magni af Mayan daykeeper

  • Tillögur að notkun: Seremóníukakó eða aðrir ljúfir drykkir, út á grautinn, í smoothie, heimagert súkkulaði, bakstur eða eldamennskuna

  • Direct trade

Junajpu kakóið er 100% criollo kakó með panela (e. unrefined whole cane sugar), Maya kryddum, blómum og heilum vanillubaunum. Það er handunnið í smáum skömmtum af Mayan daykeeper og hefðir heiðraðar við vinnslu þess. Í samræmi við hefðir er kakóið gert samkvæmt heilögu dagatali Maya og athöfn í kringum hvern skammt, byggð á Maya orku þess dags. Hver skammtur hefur því sína sérstöku töfra og kraft. 

Unnið er með bændum sem leggja áherslu á vistvæna búskaparhætti sem og verndun flóru og dýralífs í Gvatemala. Öll vinnsla frá uppskeru til pökkunar á lokavöru fer fram í Gvatemala og hefur þannig stuðlað að bættum lífsgæðum kakóbænda þar í landi. 

Kakóið hefur unnið til silfur verðlauna á Alþjóðlegu Súkkulaði verðlaununum.


HVAÐ ER PANELA?
Panela er hreinn, óunninn safi úr sykurrey, þurrkaður og kristallaður með uppgufun, engu er bætt við. Panela viðheldur því öllu því góða sem sykurreyr inniheldur í eðli sínu, vítamínum  A, B, C, D og E sem og steinefnunum fosfór, kalsíum, járni, magnesíum og potasíum.

Halda áfram að versla...

UPPSKRIFTIR:
- Blandið kakói út í vatn eða juartamjólk að eigin vali (t.d. hafra-, kókos- eða möndlumjólk). Magn fer eftir smekk en til viðmiðunar; 1-2 msk. af kakói í 100-200ml af vökva. Hitið rólega í potti og hrærið í þar til vökvinn og kakóið hefur blandast saman, gætið þess að hita ekki yfir 70-80 gráður.

- Bræðið rólega saman 1:1 af Junajpu kakói og vatni þar til verður að sírópi. Ljúffengt í kalda drykki, jógúrt, smoothie eða eftirrétti. Geymist í ísskáp.

SKEMMTILEGUR FRÓÐLEIKUR
Talið er að áður fyrr hafi Mayar notað fræin sem gjaldmiðil sem þýðir að peningar hafi eitt sinn vaxið á trjám!

INNIHALD: 100% hreint kakó, panela (e. unrefined whole cane sugar), Maya krydd, blóm og heilar vanillubaunir

Halda áfram að versla...

View full details