Farðu í ferðalag inn á við með þessu heillandi kakói sem ræktað er í gróskumiklum regnskógum sem skyggja á forna Maya pýramída.
Belize er land í Mið Ameríku með strönd að Karabíska hafinu í austri og þykkan skóg í vestur. Í frumskógum Belize finnast fornar Mayarústir, þar á meðal píramídar.
Þetta kakó kemur frá 300 litlum lífrænum fjölskyldubúum, sem hvert um sig spannar 1-5 hektara og eru staðsett við fjallsrætur í suðurhluta Belize. Að mestu eru það frumbyggjar, Q'eqchi' og Mopan Maya fjölskyldur sem rækta kakóið með djúpri virðingu og skilningi á umhverfinu og vistkerfinu í kring.
Þekking þeirra á regnskóginum er mikil og kakó er ein af mörgum plöntum sem þau planta. Eftir göngu í skóginum koma bændurnir heim með hinar ýmsu plöntur, ekki aðeins til að borða heldur einnig til þess að heila meiðsli og veikindi.Þessi flókna þekking á skóginum sem lifandi vistkerfi er ómissandi þáttur í langtíma varðveislu á regnskógarsvæðum.
Þetta kakó kemur í litlum diskum sem þægilegt er að bræða saman við heitan vökva.
STÆRÐ Hægt er að velja um tvær stærðir; 28g (~1-2 bollar) EÐA 453g (~20-25 bollar)
INNIHALD
Lífrænar kakóbaunir frá Belize
STEMMNING
Víðátta, tjáning, töfrar
BEST FYRIR
Hugleiðslu & slökun
BRAGÐTÓNAR Amaretto, manchego & múskat (þetta eru bragðtónar, ekki innihaldsefni)
AÐ ÚTBÚA KAKÓ
Einfaldast er að blanda saman heitu vatni og kakó. Einnig má blanda út í kryddum, jurtum, hnetusmjöri, ofurfæðu og fleiru (lesa nánar hér)
15-25g kakó
100-200ml vatn
- Hitaðu vatn (ekki sjóða svo næringarefni og góðir eiginleikar haldist í kakóinu)
- Blandaðu kakói og vatni saman t.d. með skeið, freyðara eða í blandara
- Njóttu!